top of page

manndómur

Ljóðabók, Mál og menning, 2022

stend fyrir framan skrifborðið
í gulum pollagalla
með fötu í vinstri og skóflu í hægri
söndugt hor á efrivör

 

ég á þessa skrifstofu
hvítir veggirnir lykta af öryggi og eirðarleysi
á tölvuskjánum blikka þrjú þúsund ólesin email
eða þrjú þúsund skærrauð umferðarljós
í Ártúnsbrekku er þriggja tíma umferðarteppa
en ég er bara hér
á skrifstofunni

„Á heildina litið er Manndómur afar falleg og hugljúf bók sem tæpir á samtímalegum málefnum og fjallar á vandaðan máta um karlmennsku, tilfinningasemi og vaxtarverkina sem hætta kannski aldrei að hrjá okkur.”

 

-Snædís Björnsdóttir, Morgunblaðið

„Þetta er ljóðabók sem þú týnir þér í um stundarsakir, rekst þar oftar en ekki á sjálfan þig, hugsanlega með sexhleypurnar í hönd, og þú staldrar ábyggilega lengur við en þú áttir von á.”

-Arnór Hjartarson, Stundin

„Manndómur er metnaðarfullt og sterkt verk.”

-Vera Knútsdóttir, Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO

Gangverk.jpg

Gangverk

Ljóðabók, Mál og menning, 2019

 

Nýræktarstyrkur Miðstöðvar Íslenskra Bókmennta 2018.

árið 2007 stendur tíminn í stað í þrjátíu og þrjár mínútur og þrjár sekúndur stendur tíminn í stað og ég hugsa ekki því í þrjátíu og þrjár mínútur og þrjár sekúndur er ég ekki til

„Gangverk er heillandi ljóðabók eftir ungt skáld með merkilega lífsreynslu að baki. Ljóðin eru ólík að formi og unnin með mismunandi aðferðum en eiga það öll sameiginlegt að vera einlæg og takast á við persónulega reynslu en vísa einnig út í hið almenna. Leiðarstefið er tungumál hjartans, á forsendum bæði læknavísindanna og ástarinnar, með þeim hætti að það veitir einstaka innsýn í líf og líðan ljóðmælanda.”

 

-​Umsögn bókmenntaráðgjafa Miðstöðvar Íslenskra Bókmennta

draumar+copy3.png

Draumar á þvottasnúru

Ljóðabók, Partus, 2016

​Ólgusjór

Ég vaknaði í morgun
Úfinn, grár og gugginn
við nístandi garg mávsins á náttborðinu mínu
Úfinn, grár og gugginn
leit ég út og sá hafið
Úfið, grátt og guggið

Með brimrót í hári
þang í skeggi
og hrúðurkarla í augum
lagðist ég aftur í rúmið og reyndi að skríða inn í skelina
en úrillur vindurinn feykti mér fram úr
og skildi hafsbotninn eftir undir sænginni

Reves.jpg

Rêves sur un fil à linge

Ljóðabók, Höfn, 2018

 

Frönsk þýðing af Draumum á þvottasnúru.

Þýðandi: Dominique Poulain.

solstice

J’ouvre le robinet
et la lumière coule à flots dans la

pénombre hivernale

le soleil se fait une place au bord

de la baignoire

ses rayons débordent et se répandent
l’évacuation emplie d’obscurité

​sólstöður

skrúfa frá krananum
og birtan flæðir inn í vetrarhúmið
sólin tyllir sér á baðkersbrúnina
geislarnir flæða yfir bakkann
niðurfallið fullt af myrkri

Verðlaun og

viðurkenningar

2022

2020

2019

 

2018

2017

Þriðja sæti í Ljóðasamkeppni Hinsegin daga.

Rithöfundasamband Íslands: Starfsstyrkur fyrir skrif á smásagnasafninu Eftir veisluna - Ævintýri fyrir mannöld.

The Disquiet Literary Prize: Notable Entry fyrir ljóðabálkinn blue sun.

Nýræktarstyrkur Miðstöðvar Íslenskra Bókmennta fyrir handritið að Gangverki.

Fyrstu og þriðju verðlaun í ljóðasamkeppni Júlíönu - hátíðar sögu og bóka á Stykkishólmi.

Fyrstu verðlaun í smásagnakeppni Stúdentablaðsins.

Residensíur

2023

2020

2019

 

2017

2016

Epic Residencies: Eins mánaðar listamannadvöl í borginni Kosice í Slóvakíu í júní 2023.

Saga Residency: Þátttaka í níu daga residensíu á Eyrarbakka, febrúar 2020.

Val David International Writers’ and Artists’ Residency: Tíu daga residensía og þátttaka í alþjóðlegri bókmenntahátíð í Val David, Kanada, september 2019.

HÖFN: Tveggja mánaða dvöl í rithöfundaresidensíunni HÖFN í Marseille, Frakklandi, september-nóvember 2017.

Skriðuklaustur: Tveggja mánaða dvöl í lista- og fræðimannaíbúðinni Klaustur, febrúar og júlí 2016.

Aðrar útgáfur

2022

 

2020

2019

2018

2017

 

2016

2015

Tímarit Máls og menningar: Grein í 4. hefti 83. árgangs.

Stöðufundur: Bókverk gefið út í tilefni samnefndrar sýningar í Gerðarsafni, ritstjóri og sýningarstjóri.

Tímarit Máls og menningar: Fræðigrein í 3. hefti 81. árgangs.

Meðgönguljóð: úrval: Fjögur ljóð í safnriti Meðgönguljóða, útgefandi Partus.

Tímarit Máls og menningar: Smásaga í 4. hefti 79. árgangs.

Mótþrói: Tvö ljóð í ljóðörk, útgefandi Reykjavík Bókmenntaborg Unesco.

The Café Review: Ljóð í sumarhefti 29. árgangs.

Tímarit Máls og menningar: Ljóð í 2. hefti 79. árgangs.

Talking River: Ljóð í sumarhefti ársins 2017.

Tímarit Máls og menningar: Ljóð í 2. hefti 78. árgangs.

Í hverju ertu?: Fjórar smásögur í safnriti meistaranema í ritlist og hagnýtri ritstjórn við Háskóla Íslands.

Vættir - Jólabók Blekfjelagsins 2016: Örsaga í árlegri jólabók Blekfjelagsins, nemendafélags meistaranema í ritlist við Háskóla Íslands.

Stína - tímarit um bókmenntir og listir: Fjögur ljóð í 2. hefti 11. árgangs.

Jólabók Blekfjelagsins 2015: Örsaga í árlegri jólabók Blekfjelagsins.

bottom of page